Barnabætur

Reiknivél barnabótaAlmennt

Rétt til barnabóta eiga þeir sem bera hér á landi ótakmarkaða skattskyldu og hafa, í lok tekjuárs, á sínu framfæri börn sem eru yngri en 18 ára. Þeir sem bera hér á landi ótakmarkaða skattskyldu eru m.a. þeir sem eru heimilisfastir/búsettir hér og þeir sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili.

Barnabætur eru reiknaðar í fyrsta skipti vegna barns í álagningu árið eftir að það fæðist og í síðasta skipti í álagningu á því ári sem 18 ára aldri er náð. Bæturnar skiptast í fjórar greiðslur yfir árið. Fyrirframgreiðsla upp í álagningu er greidd 1. febrúar og 1. maí. Við uppgjör í júní er fyrirframgreiðslan dregin frá barnabótum eins og þær eru ákvarðaðar í álagningu og eftirstöðvarnar greiddar út 1. júní og 1. október.

Barnabætur eru tekjutengdar og ákvarðaðar samkvæmt skattframtali. Fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Tekjur erlendis hafa áhrif á útreikning barnabóta á sama hátt og tekjur hér á landi.

Til viðbótar barnabótum, samkvæmt framansögðu, eru sérstakar tekjutengdar barnabætur greiddar með börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu.

Upplýsingar um sérstakan barnabótaauka 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveiru

Fjárhæð barnabóta


Fyrirframgreiðsla barnabóta

Fyrirframgreiðslan nemur 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. Miðað er við fjölskyldustöðu samkvæmt Þjóðskrá eins og hún er 31. desember árið á undan. Við útreikning á skerðingu er miðað við upplýsingar um tekjur í staðgreiðslu að viðbættum upplýsingum um tekjur utan staðgreiðslu af framtali. Viðmiðunartímabil tekna í staðgreiðslu er frá nóvember til nóvember og tekjur utan staðgreiðslu eru teknar af síðasta skattframtali.

Liggi ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar að mati ríkisskattstjóra til að byggja ákvörðun barnabóta á, t.d. þegar framtali hefur ekki verið skilað árið áður, ákvarðast engin fyrirframgreiðsla nema að fenginni sérstakri umsókn frá framteljanda.

Þeir sem eiga lögheimili hér á landi en hafa haft aðsetur erlendis allt árið eða hluta úr ári þurfa að leggja fram staðfestar upplýsingar, frá þar til bæru stjórnvaldi í viðkomandi ríki, um tekjur eða tekjuleysi erlendis og greiddar barnabætur eða sambærilegar greiðslur áður en hægt er að ákvarða fyrirframgreiðslu. Sama á við hafi maki verið búsettur erlendis.

Leiðréttingar og breytingar á fyrirframgreiðslu

Hægt er að sækja um breytingu á fyrirframgreiðslu til ríkisskattstjóra á grundvelli fyrirliggjandi framtals ef tekjur samkvæmt því framtali víkja að verulegu leyti frá þeim upplýsingum sem lagðar voru til grundvallar við ákvörðun fyrirframgreiðslunnar. Að jafnaði er ekki tekin til greina umsókn nema að breytingin leiði a.m.k. til 25% hækkunar eða lækkunar á fyrirframgreiðslunni. Ósk um leiðréttingu þarf að hafa borist fyrir 28. febrúar.

Ákvörðun barnabóta

Hér er fjallað um helstu forsendur við ákvörðun á barnabótum.

Framfærendur barna

Eingöngu framfærendur barna eiga rétt á greiðslu barnabóta. Við ákvörðun þess hver telst framfærandi barns er fyrst og fremst litið til þess hjá hverjum barnið er skráð til heimilis í árslok samkvæmt Þjóðskrá og skiptir ekki máli þótt barnið hafi ekki verið á framfæri hans allt árið. Sá sem greiðir meðlag með barni telst ekki framfærandi í þessu sambandi.

Ef barn er skráð til heimilis annars staðar en hjá raunverulegum framfæranda, skal það leiðrétt með því að færa barn á framtal hans og skýringar ritaðar í athugasemdir. Að sama skapi skal barnið fært af framtali þeirra sem ekki teljast framfærendur í þessum skilningi.

Barnabætur hjóna og fólks í staðfestri samvist

Við álagningu skiptast barnabætur jafnt á milli hjóna og sama gildir um áætlaða fyrirframgreiðslu. Eigi hjón ekki sama lögheimili, vegna dvalar annars hjóna erlendis, greiðast barnabæturnar til þess foreldris sem barnið er skráð hjá enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja ásamt upplýsingum um barnabætur eða hliðstæðar greiðslur vegna sömu barna sem greiddar hafa verið erlendis. Sömu reglur gilda um pör í staðfestri samvist sem hafa barn á sínu framfæri.

Barnabætur sambúðarfólks

Barnabætur sambúðarfólks sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun í lok tekjuársins skiptast á milli þeirra eins og hjá hjónum, hvort sem þau óska samsköttunar eða ekki. Við ákvörðun á fjárhæð bótanna er miðað við samanlagðar tekjur samkvæmt skattframtölum beggja. Skilyrði fyrir samsköttun er að sambúð tveggja einstaklinga hafi verið skráð eða megi skrá í Þjóðskrá, enda eigi þau barn saman eða eigi von á barni saman eða hafi verið samvistum í samfellt eitt ár hið minnsta.

Að sama skapi teljast þeir sem halda heimili saman ásamt barni sínu framfærendur þótt skilyrði til skráningar á sambúð séu ekki uppfyllt. Við slíkar aðstæður skal ákvarða barnabætur eins og um hjón sé að ræða.

Barnabætur einstæðra foreldra

Einstætt foreldri fær greiddar óskiptar barnabætur með barni sem það hefur á sínu framfæri. Með einstæðu foreldri er átt við þá sem hafa barn sitt hjá sér og einir annast framfærslu þess. Sá sem greiðir meðlag með barni telst ekki framfærandi í þessu sambandi.

Sameiginleg forsjá

Barnabætur fær sá sem hefur barnið hjá sér og annast framfærslu þess. Sameiginlegt forsjá hefur ekki áhrif þar á.

Sambúð hófst á árinu

Taki einstætt foreldri upp óvígða sambúð á það rétt á að halda barnabótum sem einstætt foreldri þar til það uppfyllir skilyrði skattalaganna fyrir samsköttun. Sjá nánar umfjöllun um barnabætur sambúðarfólks.

Skilnaður / samvistarslit

Hafi hjón slitið samvistum fyrir árslok og samvistarslitin eru undanfari skilnaðar reiknast barnabætur eins og hjá einstæðu foreldri samkvæmt framtali þess hjóna sem barnið er skráð hjá.

Andlát barns

Réttur til barnabóta helst á andlátsári barns. Þær eru greiddar ári eftir andlát barnsins og taka mið af tekjum framfæranda á árinu og hjúskaparstöðu í lok andlátsárs.

Foreldri yngra en 16 ára

Ef foreldri er yngra en 16 ára fær það sjálft ekki úthlutað barnabótum vegna barns síns heldur framfærandi þess, þ.e. framfærandi foreldris barnsins. Það breytir ekki ákvörðun barnabóta þó foreldri barnsins taki upp sambúð áður en það nær 16 ára aldri.

Framfærandi fær þannig barnabætur bæði vegna barns og barnabarns og ákvarðast þær miðað við hjúskaparstöðu. Tekjur framfæranda eða framfærenda, koma eingöngu til skerðingar á barnabótunum. Tekjur ungmennis sem ekki hefur náð 16 ára aldri koma ekki til skerðingar.

Þegar foreldri barns hefur náð 16 ára aldri telst það framfærandi barns síns og fær þá sjálft úthlutað barnabótum eftir það.

Aðrar forsendur fyrir ákvörðun barnabóta

Neðangreind atriði hafa einnig áhrif á ákvörðun og útreikning barnabóta.

Flutningur milli landa

Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru barnabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um námsmenn erlendis sem halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi, þeir eiga rétt á barnabótum hér á landi að því marki sem þær eru hærri en fengnar barnabætur eða hliðstæðar greiðslur erlendis frá.

Námsmenn erlendis

Námsmenn sem dvelja erlendis við nám geta átt rétt á barnabótum ef umsókn þeirra um skattalega heimilisfesti er samþykkt. Sótt er um skattalega heimilisfesti með framtali. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með:

  • Staðfesting á tekjum eða tekjuleysi erlendis. Þegar um hjón eða sambúðarfólk er að ræða þarf að gera grein fyrir tekjum beggja. Ljósrit af framtali eða álagningargögnum sem bera með sér hverjar tekjur erlendis hafi verið þarf að liggja fyrir.
  • Staðfesting um barnabætur erlendis, frá þar til bæru stjórnvaldi. Einnig ber að skila inn staðfestingu þegar barnabætur eru ekki greiddar erlendis.
  • Staðfesting á námi.

Barnabætur eru ákvarðaðar samkvæmt skattframtali og sé um hjón að ræða þurfa í öllum tilvikum að liggja fyrir upplýsingar um tekjur beggja. Frá barnabótum dragast barnabætur eða hliðstæðar greiðslur erlendis. Ekki er hægt að reikna fyrirframgreiðslu fyrr en framtal liggur fyrir ásamt upplýsingum um bætur erlendis.

EES barnabætur

EES barnabætur eru greiddar með börnum sem ekki eru heimilisföst hér á landi í eftirfarandi tilvikum:


  • Framfærandi er ríkisborgari í landi innan evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, en starfa hér á landi og ber hér fulla skattskyldu
  • Um er að ræða börn þeirra sem tryggðir eru skv. 12., 13. eða 14. gr. laga um almannatryggingar.

Sækja þarf um EES barnabætur árlega með eftirfarandi umsóknareyðublaði RSK 3.20.

Eyðublöð

Umsækjandi skal leggja fram fullnægjandi gögn frá bæru stjórnvaldi í því ríki sem börnin eru heimilisföst. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með umsókninni.

Fyrir umsækjanda sem er giftur eða í sambúð: 


  1. Fæðingarvottorð barns/barna.
  2. Vottorð sem sýnir hjúskaparstöðu umsóknaraðila í lok þess tekjuárs er umsóknin varðar.
  3. Tekjuvottorð eða staðfest afrit af erlendu skattframtali maka fyrir það tekjuár er umsóknin varðar.
  4. Staðfesting á greiddum barnabótum í búseturíki barns.

Fyrir umsækjanda sem er einstætt foreldri: 


  1. Fæðingarvottorð barns/barna.
  2. Vottorð sem sýnir hjúskaparstöðu umsóknaraðila í lok þess tekjuárs er umsóknin varðar.
  3. Staðfesting á forsjá/forsjársamningur.
  4. Staðfesting á greiddum barnabótum í búseturíki barns.
  5. Vottorð um hvar barnið býr og með hverjum.
  6. Kvittanir fyrir millifærslu fjármuna forsjáraðila sem sýnir fram á framfærslu barns/barna.

Aðilar með ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi, sem starfa í öðru ríki á evrópska efnahagssvæðinu og hafa á framfæri sínu barn sem heimilisfast er hér á landi, geta átt rétt á barnabótum í atvinnuríkinu. Ef maki verður eftir á Íslandi og starfar hér telst réttur til barnabóta vera fyrst hér á landi, en ef barnabætur eru hærri í hinu ríkinu þá ber því ríki að greiða mismuninn.

Aðilar búsettir í öðru ríki á evrópska efnahagssvæðinu sem fá greiðslur frá íslenska almannatryggingakerfinu eða íslenskum lífeyrissjóðum geta átt rétt á EES barnabótum frá Íslandi. Þeir aðilar sækja um EES barnabætur árlega með eyðublaði RSK 3.20. Standa ber skil á sömu fylgigögnum og nefnd eru hér að ofan að því undanskildu að sé barn fætt á Íslandi og/eða er með íslenska kennitölu má leggja fram vottorð um hvar barnið býr í stað fæðingarvottorðs.

Eyðublöð

Erlendis búsettir sem koma til landsins til tímabundinna starfa eiga ekki rétt á barnabótum hér á landi þó þeir hafi á framfæri sínu barn sem dvelst hér með viðkomandi, ef dvalartíminn er styttri en 183 dagar á tólf mánaða tímabili.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Almennt um barnabætur – A-liður 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Almennt um barnabætur – reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta

Fyrirframgreiðsla barnabóta – 6. gr. reglugerðar nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta

Hverjir teljast framfærendur – 1. mgr. A-liðar 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Hverjir teljast framfærendur – 2. gr. reglugerðar nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta

Lögheimili - lög nr. 21/1990, um lögheimili

Menn tryggðir samkvæmt lögum um almannatryggingar – 12-14. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar

Ótakmörkuð skattskylda - 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Skattaleg heimilisfesti – 3. mgr. 69. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Skattaleg heimilisfesti – reglugerð nr. 648/1995, um réttindi og skyldur manna sem dveljast erlendis við nám

Skilyrði fyrir samsköttun - 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Annað

Námsmenn erlendis

Ótakmörkuð skattskylda

Skattaleg heimilisfesti

Fjárhæðir

Fjárhæðir 2021

Hjón og sambúðarfólk
Með fyrsta barnikr.234.500
Með hverju barni umfram eittkr.279.200
Einstæðir foreldrar
Með fyrsta barnikr.390.700
Með hverju barni umfram eittkr.400.800
Viðbót *
Með hverju barni yngra en 7 árakr.140.000

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni séu hann umfram 8.424.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 4.212.000 kr. Þá hefur fjöldi barna einnig áhrif á hlutfall skerðingar, sbr. hér að neðan:

Skerðingarhlutföll hjá hjónum og sambúðarfólki
Fjöldi barnaEitt barnTvö börnÞrjú eða fleiri
Tekjustofn á bilinu 8.424.000 kr. að 11.000.000 kr.
4%6%8%
Tekjustofn umfram 11.000.000 kr.5,5%7,5%9,5%


Skerðingarhlutföll hjá einstæðum foreldrum
Fjöldi barnaEitt barn Tvö börn Þrjú eða fleiri
Tekjustofn á bilinu 4.212.000 kr. að 5.500.000 kr.
4%6%8%
Tekjustofn umfram 5.500.000 kr.5,5%7,5%9,5%

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 4% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn, þ.e. af tekjuskattsstofni umfram 8.424.000 kr. hjá hjónum/sambýlisfólki og umfram 4.212.000 kr. hjá einstæðu foreldri.

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Barnabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2020

Hjón og sambúðarfólk
Með fyrsta barni kr. 234.500
Með hverju barni umfram eitt kr. 279.200
Einstæðir foreldrar
Með fyrsta barni kr. 390.700
Með hverju barni umfram eitt kr. 400.800
Viðbót *
Með hverju barni yngra en 7 ára kr. 140.000

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni séu hann umfram 7.800.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 3.900.000 kr. Þá hefur fjöldi barna einnig áhrif á hlutfall skerðingar, sbr. hér að neðan:

Skerðingarhlutföll hjá hjónum og sambúðarfólki
Fjöldi barnaEitt barnTvö börn Þrjú eða fleiri
Tekjustofn á bilinu 7.800.000 kr. að 11.000.000 kr. 4%6% 8%
Tekjustofn umfram 11.000.000 kr. 5,5%7,5% 9,5%


Skerðingarhlutföll hjá einstæðum foreldrum
Fjöldi barnaEitt barn Tvö börn Þrjú eða fleiri
Tekjustofn á bilinu 3.900.000 kr. að 5.500.000 kr. 4% 6% 8%
Tekjustofn umfram 5.500.000 kr. 5,5% 7,5% 9,5%

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 4% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn, þ.e. af tekjuskattsstofni umfram 7.800.000 kr. hjá hjónum/sambýlisfólki og umfram 3.900.000 kr. hjá einstæðu foreldri.

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Barnabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Sérstakur barnabótaauki 2020

Fjárhæð barnabótaauka tekur mið af því hvort framfærandi fái greiddar tekjutengdar barnabætur samkvæmt niðurstöðu álagningarinnar eða hvort barnabætur framfæranda séu skertar að fullu vegna tekna.

Fjárhæð Skilyrði
42.000 kr. með hverju barni Til þeirra sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur
30.000 kr. með hverju barni
Til þeirra sem ekki fá greiddar barnabætur vegna tekjuskerðingar

Fjárhæð barnabótaauka skiptist jafnt milli hjóna og sambúðarfólks.

Fjárhæðir 2019

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 234.500
Með hverju barni umfram eitt kr. 279.200
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 390.700
Með hverju barni umfram eitt kr. 400.800
Viðbót *    
Með hverju barni yngra en 7 ára kr. 140.000

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni séu hann umfram 7.200.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 3.600.000 kr. Þá hefur fjöldi barna einnig áhrif á hlutfall skerðingar, sbr. hér að neðan:  

 Skerðingarhlutföll hjá hjónum og sambúðarfólki   
 Fjöldi barnaEitt barnTvö börn Þrjú eða fleiri
 Tekjustofn á bilinu 7.200.000 kr. að 11.000.000 kr. 4%6%  8%
 Tekjustofn umfram 11.000.000 kr.  5,5%7,5%  9,5%

 Skerðingarhlutföll hjá einstæðum foreldrum   
 Fjöldi barnaEitt barn Tvö börn Þrjú eða fleiri 
 Tekjustofn á bilinu 3.600.000 kr. að 5.500.000 kr.  4% 6% 8%
 Tekjustofn umfram 5.500.000 kr.  5,5% 7,5% 9,5%

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 4% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn, þ.e. af tekjuskattsstofni umfram 7.200.000 kr. hjá hjónum/sambýlisfólki og umfram 3.600.000 kr. hjá einstæðu foreldri.

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Barnabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2018

Hjón og sambúðarfólk  
Með fyrsta barnikr.223.300
Með hverju barni umfram eittkr.265.900
Einstæðir foreldrar  
Með fyrsta barnikr.372.100
Með hverju barni umfram eittkr.381.700
Viðbót *  
Með hverju barni yngra en 7 árakr.133.300

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni umfram 5.800.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 2.900.000 kr. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 4% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 6% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 8%.

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 4% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn.

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Barnabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

 

Fjárhæðir 2017

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 205.834
Með hverju barni umfram eitt kr. 245.087
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 342.939
Með hverju barni umfram eitt kr. 351.787
Viðbót *    
Með hverju barni yngra en 7 ára kr. 122.879

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni umfram 5.400.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 2.700.000 kr. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 4% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 6% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 8%.

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 4% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn.

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Barnabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2016

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 199.839
Með hverju barni umfram eitt kr. 237.949
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 332.950
Með hverju barni umfram eitt kr. 341.541
Viðbót *    
Með hverju barni yngra en 7 ára kr. 119.300

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni umfram 4.800.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 2.400.000 kr. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 4% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 6% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 8%.

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 4% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn.

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Barnabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2015

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 194.081
Með hverju barni umfram eitt kr. 231.019
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 323.253
Með hverju barni umfram eitt kr. 331.593
Viðbót *    
Með hverju barni yngra en 7 ára kr. 115.825

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni umfram 4.800.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 2.400.000 kr. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 4% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 6% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 8%.

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 4% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn.

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Barnabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2014

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 167.564
Með hverju barni umfram eitt kr. 199.455
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 279.087
Með hverju barni umfram eitt kr. 286.288
Viðbót *    
Með hverju barni yngra en 7 ára kr. 100.000

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni umfram 4.800.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 2.400.000 kr. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 3% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 5% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 7%.

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 3% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn.

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Barnabætur sem eru lægri en 2.000 kr. á mann falla niður.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2013

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 167.564
Með hverju barni umfram eitt kr. 199.455
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 279.087
Með hverju barni umfram eitt kr. 286.288
Viðbót *    
Með hverju barni yngra en 7 ára kr. 100.000

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni umfram 4.800.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 2.400.000 kr. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 3% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 5% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 7%.

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 3% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn.

Barnabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Barnabætur sem eru lægri en 2.000 kr. á mann falla niður.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2012

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 152.331
Með hverju barni umfram eitt kr. 181.323
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 253.716
Með hverju barni umfram eitt kr. 260.262
Viðbót *    
Með hverju barni yngra en 7 ára kr. 61.191

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni umfram 3.600.000 kr. og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram 1.800.000 kr. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 3% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 5% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 7%.

* Skerðing á viðbót vegna barna yngri en 7 ára er reiknuð sér. Hún er 3% af tekjum umfram mörk, fyrir hvert barn.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2011

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 152.331
Með hverju barni umfram eitt kr. 181.323
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 253.716
Með hverju barni umfram eitt kr. 260.262
Viðbót *    
Með hverju barni yngra en 7 ára kr. 61.191

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni** umfram kr. 3.600.000 og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram kr. 1.800.000. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 2% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 5% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 7%.

* Skerðing viðbótar vegna barna yngri en 7 ára er 3% af tekjum umfram ofangreind mörk, með hverju barni.

Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2010

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 152.331
Með hverju barni umfram eitt kr. 181.323
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára** kr. 61.191
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 253.716
Með hverju barni umfram eitt kr. 260.262
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára** kr. 61.191

** Þessi hluti barnabótanna er ekki tekjutengdur.

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni* umfram kr. 3.600.000 og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram kr. 1.800.000. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 2% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 5% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 7%.

* Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur, aðrar en vaxtatekjur, eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. Sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar kemur hins vegar ekki inn í útreikning barnabóta.

Fjárhæðir 2009

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 152.331
Með hverju barni umfram eitt kr. 181.323
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára** kr. 61.191
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 253.716
Með hverju barni umfram eitt kr. 260.262
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára** kr. 61.191

** Þessi hluti barnabótanna er ekki tekjutengdur.

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni* umfram kr. 3.600.000 og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram kr. 1.800.000. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 2% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 5% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 7%.

* Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur, aðrar en vaxtatekjur, eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum.

Fjárhæðir 2008

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 144.116
Með hverju barni umfram eitt kr. 171.545
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára** kr. 57.891
   
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 240.034
Með hverju barni umfram eitt kr. 246.227
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára** kr. 57.891

** Þessi hluti barnabótanna er ekki tekjutengdur.

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni* umfram kr. 2.880.000 og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram kr. 1.440.000. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 2% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 5% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 7%.

* Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur, aðrar en vaxtatekjur, eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum.

 

Fjárhæðir 2007

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 139.647
Með hverju barni umfram eitt kr. 166.226
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára* kr. 56.096
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 232.591
Með hverju barni umfram eitt kr. 238.592
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára* kr. 56.096

* Þessi hluti barnabótanna er ekki tekjutengdur

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni** umfram kr. 2.231.195 og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram kr. 1.115.598. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 2% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 6% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 8%.

 

Fjárhæðir 2006

Hjón og sambúðarfólk    
Með fyrsta barni kr. 139.647
Með hverju barni umfram eitt kr. 166.226
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára* kr. 46.747
Einstæðir foreldrar    
Með fyrsta barni kr. 232.591
Með hverju barni umfram eitt kr. 238.592
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára* kr. 46.747

* Þessi hluti barnabótanna er ekki tekjutengdur

Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekjustofni** umfram kr. 1.859.329 og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram kr. 929.665. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 3% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 7% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 9%.

Spurt og svarað

Af hverju eru síðustu tvær barnabótagreiðslurnar á árinu miklu lægri en fyrstu tvær?

Barnabætur eru tekjutengdar, en það eru tekjur undanfarandi árs sem hafa áhrif á fjárhæð barnabóta. Sem dæmi má nefna að tekjur á árinu 2017 voru notaðar við útreikning á barnabótum ársins 2018.

Það er fyrst við álagningu opinberra gjalda sem fyrir liggur hvaða tekjur leggja skuli til grundvallar ákvörðun barnabóta. Álagningin fer nú fram 1. júní á ári hverju. Áður en álagningin fer fram eru barnabætur greiddar fyrirfram í tveimur greiðslum. Annars vegar 1. febrúar og hins vegar 1. maí. Þar sem ekki liggur endanlega fyrir á þeim tíma hvaða tekjur viðkomandi hafði undanfarandi ár byggir fyrirframgreiðsla barnabóta á áætlun og nema fjárhæðirnar samtals 50% af áætluðum barnabótum ársins.

Við útreikning á fyrirframgreiddum barnabótum er byggt á upplýsingum um tekjur í staðgreiðslu fyrir síðustu 12 mánuði að viðbættum upplýsingum um tekjur utan staðgreiðslu af síðasta skattframtali því kann að vera misræmi á áætluðum rétti (fyrirframgreiðsla) og rétti samkvæmt álagningu opinberra gjalda (tvær síðari greiðslurnar).

Við uppgjör í júní er fyrirframgreiðslan dregin frá barnabótum eins og þær eru ákvarðaðar í álagningu og eftirstöðvarnar greiddar út 1. júní og 1. október. Þegar fyrirframgreiðslan er hærri en semur nemur helmingi barnabóta samkvæmt álagningu eru tvær síðari greiðslurnar lægri en þær fyrri.

Ítarefni

Barnabætur – A-liður 68. gr. laga nr. 90/2003

Fyrirframgreiðsla barnabóta - reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta

Af hverju hafa barnabæturnar mínar lækkað svona mikið frá því á síðasta ári?

Ýmsar ástæður geta legið að baki því að barnabæturnar hafi lækkað á milli ára.


  • Hefur fjölskyldustaðan breyst á milli ára? Útreikningur á barnabótum er mismunandi eftir því hvort framfærandi barns er einstætt foreldri, hjón eða sambúðarfólk sem uppfyllir skilyrði til samsköttunar. Skráning sambúðar eða samsköttun ræður ekki úrslitum í þessu sambandi. Sé um sambúðarfólk að ræða skiptast barnabætur á milli þeirra til helminga sé sambúð skráð í árslok eða réttur til skráningar sé fyrir hendi, enda eigi sambúðarfólk barn saman eða von á barni saman eða sambúðin hafi varað í samfellt eitt ár hið skemmsta.
  • Hefur breyst hver er framfærandi barnanna? Barnabætur eru greiddar þeim sem hefur barnið hjá sér og annast framfærslu þess í árslok fyrir álagningarár. Þannig eru barnabætur ársins 2018 greiddar þeim sem hefur barnið hjá sér 31. desember 2017. Ekki skiptir máli hvort barnið hafi verið á framfæri viðkomandi allt árið eða hluta úr ári. Horft er til þess hvar barnið er með skráð lögheimili, nema sýnt sé fram á að sú skráning sé röng. Sá sem greiðir meðlag er ekki framfærandi í þessu sambandi.
  • Hafa tekjur hækkað? Barnabætur eru tekjutengdar. Breytingar á tekjum hafa þannig áhrif við útreikning. Fjármagnstekjur og tekjur frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð eru meðtaldar.
  • Hafa tekjuviðmið við útreikning bótanna lækkað? Við hvaða fjárhæð skerðing miðast getur tekið breytingum á milli ára. Samanlagðar tekjur hjóna eru notaðar við útreikning. Sama á við þegar barnabótum er skipt á milli aðila í sambúð.
  • Hefur fjárhæð óskertra bóta lækkað? Á hverju ári breytist fjárhæð óskertra bóta.
  • Hvað eru börnin gömul? Sérstök viðbót er greidd með börnum yngri en 7 ára. Fjárhæðin tekur breytingum á hverju ári og er hún jafnframt tekjutengd. Barnabætur eru ekki greiddar með börnum eldri en 18 ára. Síðustu greiðslur barnabóta eru á því ári sem barnið nær 18 ára aldri. Ekki skiptir máli hvenær á árinu viðkomandi á afmæli.


Þótt tekjur og aðstæður breytist ekkert á milli ára er ljóst af framansögðu að fjárhæð barnabóta kann að taka breytingum þar sem fjárhæð óskertra bóta og áhrif tekna breytist á milli ára. Auk þess sem sérstök viðbót er greidd með börnum yngri en 7 ára.

Hægt er að reikna út fjárhæð barnabóta í sérstakri reiknivél á vef ríkisskattstjóra.

Reiknivél

Á álagningarseðli er hægt að sjá hvaða tekjustofn lagður er til grundvallar við útreikning á barnabótum.

 

Af hverju fær kærastan mín líka barnabætur þegar það er ég sem á barnið en ekki hún?

Barnabætur eru greiddar til þeirra sem teljast framfærendur barns. Hverjir teljast framfærendur barns í þessu sambandi er sérstaklega skilgreint í lögum.

Framfærandi telst sá aðili sem hefur barnið hjá sér og annast framfærslu þess í árslok fyrir álagningarár. Þannig var litið til fjölskyldustöðu að þessu leyti í árslok 2018 við ákvörðun barnabóta sem greiddar voru árið 2019. Við ákvörðun á því hvar barnið er heimilisfast í árslok er horft til þess hvar barnið er skráð með lögheimili í árslok, nema sýnt sé fram á að lögheimilisskráning sé röng.

Hjón teljast framfærendur barns og skiptast barnabætur milli þeirra til helminga. Barnabætur eru einnig ákvarðaðar eins og um hjón væri að ræða í eftirfarandi tilvikum:


  • Þegar um er að ræða sambúðarfólk sem uppfyllir skilyrði til samsköttunar í lok tekjuárs þótt þau sæti ekki um samsköttun.
  • Þegar um er að ræða sambúðarfólk sem halda heimili saman ásamt barni sínu þótt skilyrði til skráningar á sambúð séu ekki uppfyllt.


Þótt ekki sé sérstaklega fjallað um aðstæður þínar í spurningunni þá verður af henni ráðið að þú og kærastan þín séuð sambúðarfólk sem hafi uppfyllt skilyrði til samsköttunar í lok tekjuárs. Líkt og lesa má úr svarinu hér að framan er ekki gerð krafa um blóðtengsl framfærenda við barnið svo aðili teljist framfærandi í skilningi ákvæðisins.

Þeir sem greiða meðlag vegna barnsins eru ekki framfærendur í framangreindum skilningi.

Af hverju fæ ég ekki barnabætur þótt ég og fyrrverandi maki minn séum með sameiginlega forsjá barna okkar?

Barnabætur eru greiddar til þeirra sem hafa barnið hjá sér og annast framfærslu þess í árslok fyrir álagningarár í skilningi skattalaga. Þannig ber að líta til ákvæða skattalaga við afmörkun á því hver annast framfærslu barns þannig að viðkomandi eigi rétt á barnabótum.

Samkvæmt framansögðu skiptir máli hvar barnið telst búa í árslok og hefur lögheimilisskráning verulega þýðingu við slíkt mat. Ekki skiptir máli hvort barnið hafi verið á framfæri viðkomandi allt árið eða hluta úr ári.

Sá sem greiðir meðlag er ekki framfærandi í þessu sambandi. Þá leiðir forsjá ekki ein og sér til þess að foreldri teljist framfærandi í skilningi skattalaga.


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum