Framtal og álagning

Í þessum kafla er fjallað ítarlega um forsendur álagningar allra gjalda, sem ríkisskattstjóri leggur á samkvæmt skattframtali. Einnig forsendur fyrir ákvörðun bóta. Þá leggur ríkisskattstjóri áherslu á rafræn skil skattgagna og er hér að finna upplýsingar um rafrænar skilaleiðir og um veflykla, hlutverk þeirra og virkni.


Álagningarseðill og forsendur 2021

Opinber gjöld einstaklinga eru lögð á samkvæmt framtali og barnabætur og vaxtabætur eru einnig ákvarðaðar samkvæmt framtali. Forsendur eru margvíslegar; tekjur og eignir vegna helstu skattanna, fjölskyldustaða vegna bóta og aldur er ein forsenda t.d. útvarpsgjalds. Niðurstöður eru birtar á álagningarseðli.

Lesa meira

Rafræn skilríki og veflyklar

Veflykill er aðgangsorð, gefið út af ríkisskattstjóra, fyrir rafræn samskipti við skattyfirvöld. Allir einstaklingar og félög eiga veflykla. Rafræn skilríki eiga með tímanum að leysa drjúgan hluta veflykla af hólmi.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum